*

föstudagur, 16. apríl 2021
Fólk 28. desember 2019 16:04

Mest lesnu fólkfréttir ársins 2019; 1-5

Fólkið í Viðskiptablaðinu er alltaf mikið lesið. Hér er listi yfir þær fréttir um Fólk sem mesta athygli vöktu á árinu.

Ritstjórn
Nótt Thorberg, sem starfað hafði hjá Marel frá árinu 2012, færði sig yfir til Icelandair á árinu.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu. Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2019.

Hér eru fimm mest lesnu fréttirnar

Framkvæmdastjóri Marel á Íslandi tekur við sem forstöðumaður hjá Icelandair eftir 6 ár hjá tæknifyrirtækinu.

Elmar Hallgrímsson bætist í stjórnendahóp Sýnar og Ragnheiður Hauksdóttir og Björn Víglundsson láta af störfum.

Alfreð hefur ráðið Sigríði Erlendsdóttur í stöðu markaðs- og sölustjóra og Hörpu Hermannsdóttur í stöðu fjármálastjóra.

Framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, Ingunn Agnes Kro, segir upp störfum.

Halldór Brynjar Halldórsson hefur bæst í eigendahóp Logos, sem jafnframt hefur bætt við sig sex nýjum fulltrúum. Það eru: Gabríella Unnur Kristjánsdóttir, Helga Hrönn Karlsdóttir, Kristján Jónsson, Steinlaug Högnadóttir, Vilhjálmur Herrera Þórisson og Ýr Sigurðardóttir

Stikkorð: Fólk störf uppsagnir Ráðningar