Breskar smásöluverslanir nutu góðs af sterkasta ársfjórðungi í heilan áratug milli apríl og júní. Neytendur voru þó eyðsluminni í lok ársfjórðungsins. Þessu greinir The Guardian frá.

Sala jókst um 1,6% á öðrum ársfjórðungi miðað við þann fyrsta árið 2014. Það var mesta aukning milli ársfjórðunga í Bretlandi síðan í mars 2004.

Talið er að sterk sala hafa stafið af því hvað páskarnir voru seint á þessu áir. Sala jókst um 1% í apríl, féll um 0,5% í maí og jókst aftur um 0,1% í júní. Búist var við hærri söluaukningu upp á 0,3% í júní en talið er að heimsmeistaramótið í fótbolta hafi aftrað söluaukningunni.

Alan Clarke, hagfræðingur hjá Scotiabank, sagði í samtali við The Guardian að lægri söluaukning en búist var við í júní gæti einnig bent til þess að hagvöxturinn í Bretlandi sé að hægja á sér.