Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki mælst meira síðan í janúar 1996, en nú eru um 2,7 milljónir manna án atvinnu þar í landi, sem samsvarar 8,4% atvinnuleysi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er komið upp í 22,3% og hefur ekki mælst hærra frá því að mælingar hófust á því sérstaklega. David Cameron forsætisráðherra viðurkenndi í umræðum í breska þinginu að þetta væru ekki góðar fréttir.