Hækkun Úrvalsvísitölunnar í dag er sú mesta frá upphafi og nam 6,16% samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Mesta hækkunin hingað til var 6,11% þann 4. október 2001, en rúmum mánuði fyrr hafði markaðurinn byrjað hægt og bítandi að rétta sig við eftir að netbólan sprakk.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er fátítt að Úrvalsvísitalan breytist um meira en 2% á einum degi og breyting um meira en 4% hefur aðeins gerst að meðaltali einu sinni á ári frá upphafi, árið 1993.

Síðasta stóra hækkun var 25. janúar sl. þegar Úrvalsvísitalan hækkaði um 4,82% og fylgdi hún í kjölfar lækkunar um 4,49% tveimur dögum fyrr.