Um þúsund umsóknir bárust Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands að því er fréttatilkynning frá skólanum greinir.

Fjöldi umsókna sló öll fyrri met, en umsóknirnar urðu á fimmta hundrað í grunnnámið við deildina. Að auki bárust um 100 umsóknir í BS nám með vinnu, en námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám samhliða starfi.

Aðsókn í  meistaranám við deildina var einnig mjög góð og svipuð og áður en á fimmta hundrað umsóknir bárust í þær tíu línur sem deildin býður upp á í meistaranámi.

Umsóknarfrestur um grunnnám í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands haustið 2008 rann út 5.júní sl.