Hagnaður Alcoa, sem á Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði, var 2,6  milljarðar bandaríkjadala á árinu 2007, eða sem nemur ríflega 160  milljörðum íslenskra króna. Hagnaður hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. Tekjur fyrirtækisins námu 30,7 milljörðum dala, eða um 1.900 milljörðum króna og handbært fé frá rekstri á árinu var 3,1 milljarður bandaríkjadala eða um 190 milljarðar króna.  Hvort tveggja er einnig met í sögu félagsins.

Þetta er meðal þess sem kemur fram fram í fréttatilkynningu með afkomutölum Alcoa fyrir árið 2007 á vef fyrirtækisins.