Júlí mánuður var stærsti mánuður frá upphafi í sögu Primera Air, en félagið flutti 155 þúsund farþega  og flaug 1006 flugferðir í mánuðinum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Sætanýting var 91% í mánuðinum og er um að ræða 14% aukningu frá fyrra ári. Flestir farþeganna koma frá Danmörku og Svíþjóð, en einnig er um aukningu að ræða á Íslandi.

Primera Air rekur nú 8 Boeing 737 New Generation vélar, og mun bæta við níundu vélinni í byrjun næsta árs í kjölfar nýrra verkefna sem félagið er að afla sér. Primera Air er í eigu Primera Travel Group.