Velta á gjaldeyrismarkaði í dag var tæpir 126 milljarðar króna og sló met sem sett var síðasta föstudag. Gengisvísitala krónunnar endaði í 155,4 stigum og hefur að sögn greiningardeildar Landsbankans aldrei verið hærri.

Krónan veiktist því um 1,2% í dag og hefur aldrei verið veikari á mælikvarða gengisvísitölunnar.

Greiningardeild Landsbankans segir að skortur á lausafé í erlendri mynt á gjaldeyrisskiptamarkaði sé farinn að valda töluverðri lækkun á innlendum markaðsvöxtum. Þetta ástand muni halda áfram að vinda upp á sig ef ekki verði greitt fyrir aðgegni að lausafé í erlendri mynd.