Microsoft á Íslandi hefur styrkt Krabbameinsfélag Íslands með því að veita félaginu umtalsverðan afslátt á hugbúnaðarleyfum fyrir ýmsan hugbúnað sem nýtist félaginu í daglegum rekstri þess, segir í fréttatilkynningu,

Þau hugbúnaðarleyfi sem um er að ræða eru leyfi fyrir uppfærslu yfir í Windows XP stýrikerfið, Microsoft Office Professional framleiðniforritapakka, Windows netþjónaleyfi, Exchange netþjónaleyfi, SMS netþjónaleyfi og SharePoint netþjónaleyfi. Ennfremur innleiðir Krabbameinsfélagið Microsoft Dynamics CRM viðskiptatengslahugbúnaðinn.

Ennfremur koma Opin Kerfi að stuðningnum en félagið hefur milligöngu um afhendingu hugbúnaðarins.

Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins segist vera mjög þakklát fyrir þennan stuðning. ?Fjölþætt starf Krabbameinsfélagsins í þágu almennings byggir í æ ríkara mæli á nútímalegri og árangursríkri tölvuvinnslu og öflugum hugbúnaði. Skilningur og velvilji Microsoft á Íslandi og Opinna kerfa í samstarfi við félagið skiptir miklu máli og gerir okkur kleift að skila enn betri og árangursríkari þjónustu og fræðslu til þjóðarinnar.?

Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi segir það vera heiður að Krabbameinfélagið hafi leitað til Microsoft Íslandi. ?Það er von okkar að þetta framlag komi starfsemi Krabbameinsfélagsins til góða og því mikilvæga verkefni sem félagið leiðir okkur öllum til stuðnings,? segir Halldór jafnframt.

Fyrr á þessu ári hefur Microsoft Íslandi meðal annars styrkt Barnaspítala Hringsins og Rauða Kross Íslands.