Microsoft, stærsti hugbúnaðarframleiðandi í heimi hefur samþykkt að greiða IBM 775 m.USD (50,5 ma.ISK) í bætur til að leiða til lykta málaferli sem eiga rætur sínar að rekja til málsóknar sem hófst seint á tíunda áratugnum varðandi sölu- og markaðssetningu Microsoft á hugbúnaði sínum. Í tilkynningu sem kom frá félögunum í dag kom fram að auk bótanna muni IBM fá 75 m.USD (4,9 ma.ISK) frá Microsoft í inneign á hugbúnaði segir í Vegvísi Landsbankans.

Nú hefur Microsoft greitt því sem nemur 3,8 mö.USD (248 ma.ISK) í sektir til viðskiptavina og keppinauta sinna til að binda enda á málaferli sem félagið hefur lent í sökum samkeppnishamlandi aðferða við sölu á hugbúnaði sínum. Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, hefur lagt áherslu á að ljúka málaferlum sem félagið er í vegna söluaðferða sinna og einbeita sér að rekstri félagsins. Þessi liður er þáttur í þeirri ferð. Redmond, keppinautur Microsoft við gerð margmiðlunarspilara (media player), hefur stefnt Microsoft og krefst 1 ma.USD (65 ma.ISK) í bætur þannig að ekki sér enn fyrir endan á málaferlum Microsoft. Þó telja sérfræðingar Bloomberg að fyrirtækið sé á réttri leið með gjörðum sínum og þetta sé eina leiðin til að geta bundið enda á vandræði sín.

Byggt á frétt í Vegvísi Landsbankans.