*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 3. mars 2008 07:00

Microsoft ætlar að lækka verðið á Windows Vista

Ritstjórn

Microsoft áætlar nú að lækka verð sitt á Windows Vista stýrikerfinu en fyrirtækið vonast til þess að fleiri skipti úr eldri útgáfum af Windows.

Windows Vista var kynnt til sögunnar í ársbyrjun 2007 og segir Microsoft að verðið muni lækka í að minnst 70 löndum en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær verðið verður lækkað.

Líklegt þykir að verðið á dýrustu útgáfu stýrikerfisins, Vista Ultimate verði lækkaði í tæpar 21 þúsund krónur í Bandaríkjunum en stýrikerfið kostar þar rúmar 26 þúsund krónur í dag.

Fleiri pakkar í lausasölu

Einstakar sölur af stýrikerfinu eru aðeins um 10% af notkun þess en algengara er að um 90% stýrikerfisins sé sett upp á tölvum áður en þær eru seldar. Með lægra verði vonast Microsoft til að selja fleiri pakka í lausasölu þannig að fleiri skipti út eldri stýrikerfum.