Atvinnuleysi hefur ekki verið meira en það var í júlí í Bretlandi í tæp 16 ár. 20.100 manns sóttu um atvinnuleysisbætur í mánuðinum og eru bótaþegar nú 864.700 talsins.

Launavöxtur í landinu hefur ekki verið minni í 5 ár, en hann var 3,4% í þremur mánuðum fram til júní, séu bónusgreiðslur teknar með. Verðbólga landsins mælist nú 5%.

Atvinnulausir Bretar eru nú 1,67 milljónir að tölu, en þeim fjölgaði um 60.000 á þremur mánuðum fram til júní.

Síðan í júní hefur meira en 4.000 manns verið sagt upp störfum í byggingarbransanum.