Eins og flestir vita eru hjónin Bill og Melinda Gates að standa í skilnaði þess daganna . Samanlagt eiga þau hjónin saman rúmlega 109 þúsund hektara af landi og um 146 milljarða Bandaríkjadollara sem að erfitt gæti reynst að skipta. Marketwatch greinir frá.

Þau hjón hafa verið iðinn við kolann í eignasöfnun og hafa þau á undanförnum árum keypt fjölda eigna. Má þar nefna fjölda hestabúgarða, strandeignar við Del Mar í Kaliforníu og íbúð í Harlem í New York sem þau keyptu handa dóttur sinni. Þá á Bill fjölda eigna í gegnum félag sitt Cascade Investment LLC.

Aðalaðsetur þeirra við Lake Washington stuttu frá Seattle metið á 170 milljónir Bandaríkjadollara en þau höfðu áður borgað tvær milljónir fyrir það árið 1988. Þá eru 98 þúsund af þessum 109 þúsund hektara beitiland.

Vitað er að fyrir skilnaðinn samþykktu þau skilnaðarsamning þar sem að meðal annars kemur fram hvernig eignum þeirra skal skipt en ekki er þó enn vitað hvernig sá samningur hljóðar. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að samningurinn teljist ekki lögmætur. Því gæti þurft að deila eignum þeirra hjóna eftir skilnaðarlögum í Washingtonfylki en þau kveða á um að skipta skuli búi þeirra til helminga.