Í sumar komu 70 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur og er það aukning um 12 skip frá fyrra ári. Varlega áætlað voru um 38.000 farþegar á þessum skipum. Er þessi aukning sérstaklega ánægjulega þar sem verulega hefur færst í aukana að Reykjavík sé notuð sem skiptihöfn og farþegar gisti þ.a.l. hér áður en þeir fara, annað hvort um borð, eða halda til síns heima með flugi. Voru það 10 skip sem höfðu farþegaskipti hér í sumar sem er um helmings aukning. Einnig er ljóst að fleiri staðir njóta góðs af þessari aukningu.

Þannig komu 54 skip til Akureyrar og eins hafa fleiri staðir séð mikinn vöxt í þessari tegund ferðamennsku. Horfur fyrir næsta ár eru góðar þar sem nú þegar hafa 70 skip tilkynnt komu sína. Er það í samræmi við þá miklu aukningu sem er í þessari tegund ferðamennsku. Á þessu ári voru 11 ný farþegaskip afhent þannig að ljóst er að þessi tegund ferðaþjónustunnar er ekki lengur fyrir útvalda heldur á færi hins almenna ferðamanns.