Sala McDonald´s á heimsvísu jókst um 8,2% í október. Það er meiri söluaukning en greiningaraðilar bjuggust við og gengi bréfa McDonalds hækkaði um rúm 2% í kjölfar tíðindanna.

Talsmenn McDonald´s sögðust í síðustu viku reikna með að rekstrartekjur keðjunnar muni dragast saman vegna sterks gengis Bandaríkjadals.

McDonald´s rekur meira en 31.000 skyndibitastaði í yfir 100 löndum.

Söluaukning október-mánaðar er keyrð áfram af góðri sölu í Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi.

Þrátt fyrir góða sölu hafa verðhækkanir á kjöti og osti neytt McDonald´s til að skoða það að hækka verð á matseðli sínum.