*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 4. nóvember 2013 17:06

Mikil eftirspurn í víxlaútboði Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur selt víxil til hálfs árs upp á 1,5 milljarða króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki lauk í dag útboði á víxli til sex mánaða. Umframeftirspurn var eftir víxlinum í úboðinu og bárust tilboð upp á 1,74 milljarða króna. Tilboðum var tekið upp á 1,5 milljarða. Bréfin voru seld breiðum hópi fjárfesta.

Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka að flokkurinn geti orðið allt að 1,5 milljarðar króna að nafnvirði. Útboðinu var þannig háttað að boðið var í magn á fyrirfram ákveðnu verði, á 6,2% flötum vöxtum. 

Alls eru útistandandi víxla Íslandsbanka upp á 8,85 milljarða króna. 

Stikkorð: Íslandsbanki