Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 611 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 1.119 lán á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 45,4% færri lán á fyrstu sex mánuðum þessa árs en árið 2011.

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur sjóðurinn lánað um 7,4 milljarða til almennra útlána samanborið við 11,4 fyrstu sex mánuði ársins 2011. Upphæðin hefur því lækkað um 34,3% á milli ára.

Ljóst er að bankarnir eru að taka til sín verulega af þessum minnkandi viðskiptum en þeir hafa sótt inn á íbúðalánamarkað með óverðtryggðum lánum á undanförnum mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins lánuðu bankarnir um níu milljarða króna til íbúðakaupa sem er meira en Íbúðalánasjóður á fyrstu sex mánuðum ársins.