Bjartsýni ríkir á bandarískum hlutabréfamarkaði eftir að fréttir bárust af því að ráðamann evruríkjanna séu að vinna að lausn skuldakreppunnar.

Reuters-fréttastofan segir að 95% hlutabréfa sem skráð eru í NYSE hafi hækkað í dag en 90% þeirra sem skráð eru á Nasdaq-markaðnum.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,5%, S&P 500-vísitalan hefur hækað um 3,14% og Nasdaq-vísitalan hækkað um rúm 3,4%.