Miklar lækkanir hafa verið á hlutabréfamörkuðum það sem af er degi.

Úrvalsvísitala OMX Nasdaq Ísland hefur lækkað um hálft prósentustig í 2,7 milljarða króna viðskiptum í dag. Vísitalan er nú 1.827 stig.

Mest hefur gengi bréfa Eimskipa lækkað um 3.02% í 415 milljón króna viðskiptum. Einnig hefur gengi bréfa TM og Eimskipa lækkað um 3.13% og 2.98% í sömu röð, í 359 milljón króna viðskiptum.

Viðskipti með bréf Icelandair hafa verið hvað viðamest, en í 791 milljóna króna viðskiptum hefur gengi bréfa flugfélagsins lækkað um 0.88%.

Vísitala íslenskra skuldabréfa hefur þá hækkað um 0.33%, og velta með óverðtryggð ríkisskuldabréf hefur verið einhverjir 20 milljarðar króna í dag.

Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti óvænt í morgun um 0,25 prósentustig og eru meginvextir bankans því 5,75%, þvert á spár greiningardeilda. Allir höfðu þá gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum. Viðskiptablaðið sagði frá þessu í morgun.