FTSEurofirst 300 vísitalan hefur ekki verið lægri en í dag við lokun markaða frá því í maí 2003. Samkvæmt frétt Reuters er það einkum mikil lækkun banka og hrávöru sem veldur, vegna áhyggja af dýpkandi samdrætti.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,4% í dag og stendur nú í 812 stigum.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 4,8%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 5,0% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 4,9%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 4,0% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 2,7%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 3,5%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 4,9% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 7,7%.