*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 24. nóvember 2011 18:29

Mikil örvun í hagkerfinu til skamms tíma

Aukin einkaneysla en óvissa varðandi skuldavanda heimila og fyrirtækja.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Einkaneysla jókst mikið á öðrum fjórðungi 2011 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Því er spáð að talsverð örvun verði áfram í hagkerfinu, a.m.k. fram á fyrri hluta 2012, enda koma til framkvæmda umsamdar launahækkanir á fyrsta fjórðungi 2012 sem munu hafa í för með sér kaupmáttaraukningu ef verðbólga verður ekki umfram spá. Þannig virðist mega gera ráð fyrir því að einkaneysla haldi áfram að aukast 2012.

Hagstofan segir mikla fjölgun einstaklinga á vanskilaskrá það sem af er 2011 merki um talsverðan greiðsluvanda og ekki sé vitað hvort aðlögun skulda heimilanna leiðir til meiri eða minni einkaneyslu eftir að greiðslufrestunum lýkur. Öruggar vísbendingar eru um vöxt neyslu á þriðja fjórðungi og góðar vísbendingar um talsverða neyslu á þeim fjórða. Talsvert hefur verið sótt um úttekt viðbótarlífeyris frá því aftur var opnað fyrir þær í október 2011. Þá hafa laun hækkað talsvert umfram verðlag og launaskriðvirðist nokkurt.

Stikkorð: Hagstofa einkaneysla