Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,04% í umtalsverðum viðskiptum í dag og endaði í 1.180,31 stigi. Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,52%, Eimskips um 1,10% og Marels um 1,09%. Velta var óvenjulega mikil á hlutabréfamarkaði í dag og nam tæpum 1,4 milljarði króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,04% í litlum viðskiptum í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,07% en sá óverðtryggði lækkaði um 0,03%. Velta í viðskiptum með skuldabréf í vísitölunni nam aðeins rúmum milljarði króna. Velta með skuldabréf heilt yfir náði þó 2,2 milljörðum króna.