Ávöxtunarkrafa skuldabréfa á innlendum markaði hefur hækkað mikið í dag og velta að sama skapi verið mikil.

Krafa ríkisbréfa er 52-95 punktum hærri en við lokun markaðar í gær. Ávöxtunarkrafa er nú á bilinu 4,33-6,24%.

Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur einnig hækkað og nemur hún um 53-84 punktum. Þegar þetta er ritað stendur ávöxtunarkrafa lengri verðtryggðra bréfa í 3,21-3,4%.

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í morgun um 0,75%.