Hagnaður Milestone ehf.  á þriðja ársfjórðungi nam 288 milljónum króna fyrir skatta. Þann 18. júlí seldi samstæðan alla hluti sína í Actavis Group hf.  Ef horft er til fyrstu níu mánaða ársins var hagnaður fyrir skatta 33,1 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 27,2 milljarðar eftir skatta. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 88,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Fjárfestingatekjur námu 33,4 milljörðum króna. Rekstrartekjur námu 19,0 milljörðum króna.

Eigið fé nam 73,1 milljarði króna þann 30. september 2007. Eiginfjárhlutfall samstæðu nam 19,2% og eignarfjárhlutfall móðurfélags nam 41,5%.

Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 288 milljónum króna fyrir skatta. Þann 18. júlí seldi samstæðan alla hluti sína í Actavis Group hf.  Milestone hefur lokið við 70 milljarða króna yfirtöku á Invik & Co. AB, en fyrirtækið er hluti af samstæðu Milestone frá 30. júní 2007. Invik var afskráð í OMX Nordic Exchange í Stokkhólmi 17. ágúst s.l. Þann 1. október flaggaði Invik 9,7% hlut í sænska fjármálafyrirtækinu D. Carnegie & Co. AB (publ) sem er skráð í OMX Nordic Exchange í Stokkhólmi. Í lok tímabilsins var samstæðan með jafnvirði 448 milljarða króna í eignastýringu og fyrirtæki innan samstæðunnar voru með jafnvirði 160 milljarða króna í skuldastýringu.

Hagnaður Milestone var 27,2 milljarðar eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2007, sem er 27% meiri hagnaður en allt árið 2006. Á milli annars og þriðja ársfjórðungs var ríflega 70% vöxtur í rekstrartekjum Milestone. Vöxtur rekstrartekna skýtur sterkari stoðum undir fyrirtækið og dregur úr áhrifum verðsveiflna á fjármagnsmörkuðum á rekstrarniðurstöðuna. Góð afkoma af lykileignum á síðustu árum hefur lagt grunn að sterkri fjárhagsstöðu Milestone.

Heildareignir Milestone í lok september námu 380 milljörðum króna, sem er ríflega tvöföldun frá árslokum 2006. Vöxtur samstæðunnar er drifinn áfram af innri og ytri vexti með skýrri áherslu á tryggingastarfsemi, bankastarfsemi og eignastýringu. Eigið fé samstæðunnar nam 73,1 milljarði króna í lok tímabilsins og arðsemi eigin fjár nam 88,5% á ársgrundvelli. Eiginfjárhlutfall samstæðu var 19,2% en eiginfjárhlutfall móðurfélags nam 41,5% þann 30. september 2007. Í lok tímabilsins námu eignir í stýringu innan samstæðunnar 448 milljörðum króna að jafnvirði og og fyrirtæki innan samstæðunnar voru með jafnvirði 160 milljarða króna í skuldastýringu. Áætlanir gera ráð fyrir áframhaldandi vexti í skulda- og eignastýringu á Norðurlöndum í gegnum dótturfélög Milestone.


Meira en 76% af eignum Milestone eru í fjármálafyrirtækjum á Norðurlöndum sem sérhæfa sig í tryggingarekstri, bankastarfsemi og eignastýringu. Dregið hefur verulega úr vægi íslenskra fyrirtækja í samstæðu Milestone þar sem yfir 68% af eignum fyrirtækisins eru á erlendri grundu. Innan samstæðu Milestone eru sjö fjármálafyrirtæki sem lúta viðeigandi eftirliti á Norðurlöndum og í Lúxemborg. Það er yfirlýst markmið Milestone að halda áfram að styrkja stöðu sína á norrænum fjármálamarkaði á næstu misserum.

„Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna eftir skatta á tímabilinu og ávöxtun á eigið fé nam 88,5% þrátt fyrir sveiflur á fjármálamarkaði. Vægi rekstrartekna innan samstæðunnar hefur aukist hröðum skrefum sem skýtur styrkari stoðum undir frekari vöxt fyrirtækisins á norrænum fjármálamarkaði. Okkur hefur lánast að samþætta starfsemi Invik og Milestone og fyrirtækið hefur markað greiða leið til frekari uppbyggingar. Við sjáum mörg tækifæri á Norðurlöndum og Milestone hefur sýnt að það býr bæði yfir styrk og getu til framfylgja markmiðum félagsins og nýta sóknarfæri," segir Guðmundur Ólason í tilkynningu.