Ed Miliband, formaður breska Verkamannaflokksins, ætlar að kynna hugmyndir flokksins að lágmarkslaunum í dag. Hann mun kynna þessar hugmyndir á fundi þar sem svokölluð Buckle-skýrsla verður kynnt. Það er Alan Buckle, fyrrverandi varaformaður stjórnar KPMG, sem mun kynna skýrsluna.

Í dag eru lágmarkslaun 54,6% af meðallaunum en bæði frjálslyndir demókratar og íhaldsmenn hafa sagt að þeir myndu hækka lágmarkslaunin ef flokkarnir næðu meirihluta á þingi aftur á næsta ári. George Osborne, fjármálaráðherra Breta, segir að hann myndi vilja hækka lágmarkslaunin í 57% af meðallaunum.