Tólf milljón hlutir í Össuri skiptu um hendur í einum viðskiptum í dönsku Kauphöllinni í dag. Það eru í kringum 2,7% af útgefnu hlutafé félagsins.

Gengi hlutabréfanna í viðskiptunum var 5,10 og markaðsverðmætið í íslenskum krónum um 1,5 milljarður. Engin tilkynning hefur borist kauphöllinni í kjölfar viðskiptanna.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að tveir stærstu hluthafar Össurar, Eyrir Invest og William Demant Holding, voru ekki að selja af sínum hlut.

Gengi bréfa Össurar hefur hækkaði í kjölfarið og stendur í 5,50 til 5,75 samkvæmt upplýsingum á Bloomberg. Stóru viðskiptin fóru í gegnum sænska bankann SEB Enskilda. Mikil velta hefur verið með bréf félagsins í dönsku kauphöllinni eða fyrir meira en 60 milljónir danskar krónur.