Íslenska sprotafyrirtækið Quest Portal hefur safnað tæplega 7,7 milljónum dala eða rétt ríflega milljarði króna á gengi dagsins í sinni fyrstu formlegu fjármögnunarlotu og er með því fullfjármagnað næstu 3-4 árin að sögn framkvæmdastjóra.

„Vita hvernig þessi heimur virkar“

Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, Guðmundur Gunnlaugsson og Steinn Steinsen stofnuðu Quest Portal í fyrra, en þeir hafa áður unnið saman hjá hugbúnaðarfyrirtækjunum CLARA, Plain Vanilla og TeaTime Games. Í kjölfar stofnunar Quest Portal tóku félagarnir sig til og kynntu hugmyndina fyrir nokkrum fjárfestum, meðal annars framtakssjóðnum Brunni, sem stökk strax á tækifærið.

Þeir töluðu einnig við erlenda fjárfesta, meðal annars þá sem þeir þekktu gegnum fjárfestingar í TeaTime, en þeirri sögu lauk með gjaldþroti í byrjun síðasta árs. „Maður gæti kannski haldið að það hefði brennt einhverjar brýr, en þessir fjárfestar vita bara hvernig þessi heimur virkar. Að mistakast er oft besta leiðin til að læra.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins