Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður erlendrar markaðssóknar hjá Íslandsstofu.
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður erlendrar markaðssóknar hjá Íslandsstofu.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Framlög ríkisins til markaðssetningar á Íslandi erlendis í gegnum verkefnið Inspired by Iceland (Ísland allt árið) verður 33% minna á þessu ári en það var síðustu þrjú ár eða 200 milljónir í stað 300. Þá hefur framlag til almennra landkynningarverkefna einnig verið lækkað um 18 milljónir. Það er nú 182 milljónir en var 200 milljónir í fyrra. Auk þessa var framlag til Íslandsstofu skorið niður um 43 milljónir króna í síðustu fjárlögum, eða úr 536 milljónum króna í 493 milljónir.

Íslandsstofa hefur meðal annars það hlutverk að efla orðspor Íslands og ímynd erlendis og skapa áhuga á landinu sem áfangastaðar fyrir ferðmenn.

„Árið 2010 tóku stjórnvöld sig til og lögðu til viðbótar almennri markaðssetningu sinni 350 milljónir í samstarfsverkefni með ferðaþjónustufyrirtækjum en með því skilyrði að fyrirtækin kæmu með 350 milljóna króna framlag á móti,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. „Það ár var því langstærsta og mikilvægasta árið í markaðssetningunni á landinu fyrir ferðaþjónustuna.“ Inga Hlín segir að þessi ákvörðun stjórnvalda árið 2010 hafi skipt sköpum í markaðssetningu landsins erlendis. Þetta ár hafi í fyrsta skiptið verið unnið með ein skilaboð fyrir alla markaði undir verkefninu Inspired by Iceland.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .