*

sunnudagur, 20. september 2020
Erlent 2. október 2019 12:50

Minna fjárfest í Bandaríkjunum

Kínversk sprotafjárfesting í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni í fjögur ár.

Ritstjórn
Kínversk sprotafjárfesting í Bandaríkjunum hefur dregist saman.

Nýsköpunarfjárfesting Kínverja í Bandaríkjunum hefur dalað og náði fjögurra ára lægð nú nýlega. Kínverjar hafa aukið fjárfestingu sína innan Asíu í staðinn, meðal annars á Indlandi, en fjárfesting Kínverja þarlendis var meiri en fjárfesting Kínverja í Bandaríkjunum á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Kínverjar fjárfestu fyrir um það bil sjö milljarða dollara á fyrstu níu mánuðum ársins árið 2018 en sú upphæð hefur dregist saman í um það bil fjóra milljarða á sama tímabili í ár. Helsta ástæðan fyrir þessum breytingum er talin vera auknar hamlanir frá nefnd Bandaríkjanna um erlenda fjárfestingu (e. Cfius).

Robert Robinsson, forseti og stjórnarmaður RWR Advisory Group, sem er áhætturáðgjafi í Washington D.C, sagði Kínverja vera draga úr fjárfestingum í Bandaríkjunum til þess að koma í veg fyrir vandræðalegar hafnanir Cfius.