Töluverður samdráttur er í innflutningi á vindlingum samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Frá janúar til og með október á þessu ári voru flutt inn 258 tonn á móti 290 tonnum á sama tíma í fyrra og 316 tonnum 2008. Allt árið 2009 voru flutt inn 353 tonn af vindlingum en 389 tonn árið 2008.