Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá því að fjárfesting dragist saman á næsta ári samkvæmt niðurstöðu könnunnar um framtíðarhorfur á Íslandi. Greint er frá könnuninni, sem gerð er árlega af Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, á vefsíðu LÍÚ .

Í könnuninni kemur fram að 60% stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja að fjárfesting verði nokkuð eða miklu minni á árinu 2013 en árið á undan. Þar af telja 25,7% þeirra að fjárfesting verði miklu minni en 34,3% telja að hún verði nokkuð minni. 37,1% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja að fjárfestingar verði svipaðar árið 2013 og þær voru árið 2012 en aðeins 3% telja að fjárfestingar eigi eftir að aukast.

Á vefsíðu LÍÚ er bent á að fjárfesting í greininni hafi minnkað töluvert frá árinu 2008, þegar þær voru yfir 30% af framlegð, en voru 7,0% árið 2010 og 8,8% árið 2011.