*

föstudagur, 10. apríl 2020
Innlent 19. maí 2019 13:09

Minni hagnaður hjá Frost

Hagnaður kælismiðjunnar nam 28 milljónum í fyrra og dróst saman um rúmar 100 milljónir milli ára.

Ritstjórn
Gunnar Larsen er framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts.
Skapti Hallgrímsson

Kælismiðjan Frost, sem hannar og framleiðir kæli- og frystkerfi fyrir verksmiðjur, verslanir og skip, hagnaðist um 28 milljónir króna á síðasta ár.

Er þetta töluverður samdráttur því árið 2017 nam hagnaðurinn 133 milljónum. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 2,5 milljörðum króna í fyrra samanborið við tæplega 2 milljarða árið 2017.

Stærstu eigendur félagsins eru KEA eignir ehf. og Kaldbakur ehf. sem eiga tæplega 21% hlut hvort félag.