Vörslu- og uppgjörsfyrirtækið T-Plús  hagnaðist um 22 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaður félagsins saman um 15 milljónir milli ára.

Tekjur félagsins námu 290 milljónum króna og jukust um 4 milljónir milli ára en á sama tíma jókst launakostnaður um 7 milljónir og nam 172 milljónum auk þess sem annar rekstrarkostnaður jókst um 13 milljónir. Eignir félagsins námu 259 milljónum króna í árslok og jukust um 23 milljónir milli ára. Þar af handbært fé 202 milljónum króna og jókst um 32 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 51% í árslok.

Stærsti eigandi félagsins er Umsýslufélagið Verðandi ehf. með 35,6% hlut auk þess sem VÍS fer með 15% hlut, Íslensk verðbréf, Fossar markaðir og Arctica Finance með um 10% hlut auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Festa