Innflutningur á vindlingum hefur minnkað umtalsvert á þessu ári og hefur ekki verið minni í meira en áratug. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands nam innflutningurinn á vindlingum 119 tonnum fyrstu fimm mánuði þessa árs. Innflutningur sömu mánuði í fyrra nam 152 tonnum og 158 tonnum 2008. Mestur var vindlingainnflutningurinn það sem af er þessari öld árið 2002 eða 189 tonn. Það er þó talsvert minna en í lok síðustu aldar en fyrstu fimm mánuðina árið 1999 nam vindlingainnflutningurinn 202 tonnum.