Hlutabréf rafbílaframleiðandans Nikola hafa verið á mikilli siglingu það sem af er ári. Félagið stefnir meðal annars á að hefja framleiðslu á vörubílum árið 2021 og að framleiða 30.000 bíla á ári 2027 og því um leið veita rafbílaframleiðandanum Tesla samkeppni. Hægt er að panta bíl félagsins nú þegar.

Hlutabréf félagsins stóðu í 10 dollurum í byrjun árs en fóru hæst í tæplega 80 dollara 9. júní. Bréf félagsins standa hins vegar í 40 dollurum núna. Þau hafa lækkað um rúm 18% í dag og um 38% síðasta mánuð.

Lækkun dagsins í dag má rekja til þess að félagið sendi verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna beðni um aukningu hlutafjár síðasta föstudag. Markaðsvirði félagsins er nú um 14 milljarðar dollara.