Fjármálaeftirlitið hefur lækkað mat sitt á þeim heildaráhrifum sem bankakerfið gæti orðið fyrir vegna dóma um gengislán. Í ljósi þriggja dóma sem féllu í sumar telur eftirlitið að fordæmisgildi þeirra kunni að vera töluvert. Það er því mat FME að möguleg viðbótaráhrif lækki úr 95 milljörðum króna í 55 milljarða. Heildaráhrifin gætu því að hámarki orðið 125 milljarðar í stað 165 milljarða króna áður.

„Í fyrra mati Fjármálaeftirlitsins á áhrifum dóms Hæstaréttar Íslands frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011 kom fram að fjármálafyrirtæki hefðu þegar lagt til hliðar í ársreikningum fyrir árið 2011 rúma 70 milljarða vegna dómsins. Því til viðbótar voru möguleg áhrif af því að önnur lán fjármálafyrirtækja yrðu dæmd ólögmæt að hámarki talin geta orðið 95 milljarðar. Mat Fjármálaeftirlitsins var því að heildaráhrifin gætu að hámarki orðið 165 milljarðar,“ segir í frétt á vefsíðu FME um málið.

„Fjármálaeftirlitið telur að enn sé mörgum álitaefnum ósvarað og bindur vonir við að þau prófmál, sem samstarf lánveitenda og fulltrúa lántaka um úrvinnslu gengistryggðra lána hafa valið til að reyna á útistandandi ágreiningsefni, muni endanlega leysa úr þeirri óvissu.·

Fréttatilkynning FME .