Matsfyrirtækið Moddy‘s telur að enn sé of snemmt að tala um efnahagsbata á Íslandi, Lettlandi og í Ungverja landi. Þannig séu efnahagsaðstæður í þessum löndum enn of viðkvæmar og enn sé óljóst hvort sá bati sem orðið hefur í sumar sé viðvarandi.

Í nýrri skýrslu Moddy‘s segir að svo virðist sem nokkuð jafnvægi sé að komast á hagkerfi fyrrnefndra landa, í það minnsta séu helstu hagtölur ekki að lækka á sama hraða og fyrir um hálfu ári síðan.

Í raun eru hagkerfin að ná „brotthættum stöðugleika“ eins það er orðað í skýrslu Moody‘s en ítrekað er að enn sé of snemmt að tala um bata. Þannig sé enn ekki hægt að segja að botninum hafi verið náð í löndunum og lánshæfiseinkunnir landanna séu enn með neikvæðum horfum. Það þykir gefa til kynna að lánshæfiseinkunnir ríkjanna verði lækkaðar á næstu 12 – 18 mánuðum.