Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn írskra banka. Bankarnir flokkast nú í ruslflokki. Í frétt BBC um málið segir að lækkunin leiði til aukinnar pressu á skuldsett ríki evrusvæðisins.

Einkunn írska ríkisins var lækkuð í síðustu viku. Ákvörðunin nú nær til AIB, EBS, Irish Life & Permanent og Írlandsbanka. Fjármagnskostnaður hefur hækkað í kjölfar ákvörðunar Moody's.