Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði í kvöld lánhæfiseinkunn japanska ríksins. Matið lækkaði um eitt stig í Aa3, úr Aa2.

Matsfyrirtækið setti japanska ríkið á athugunarlista í maí með möguleika á lækkun og hvatti ríkisstjórn landsins til að lækka fjárlagahallann sem er helsta ástæða lækkuninnar nú.

Að mati Moody´s er útlit fyrir lítinn hagvöxt í landinu á næstu misserum og því erfitt fyrir ríkissjóð landsins að standa undir skuldabirgðinni.

Jen
Jen
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)