Breska matvörukeðjan Morrisons mun bjóða 1,5 milljarða punda í hlut Landsbankans í Iceland. Það jafngildir um 282 milljörðum. Vísir greinir frá þessu og vísar í Sunday Telegraph. Ennfremur munu Sainsbury's og Asda hafa áhuga á að kaupa hlutinn í Iceland en þó ekki allar verslanir félagsins. Þá mun eignarhaldsfélag undir forystu Terry Lehay, sem áður var stjórnandi hjá Tesco, hafa sýnt Iceland áhuga.

Tesco er langstærsta fyrirtækið á breskum matvörumarkaði með um 30% markaðshlutdeild en Asda hefur 17% og Sainsbury's 16%. Nái Morrison að kaupa Iceland mun markaðshlutdeild þeirra aukast í 14%.