Johnny Campbell, margfaldur meistari í motocross, er staddur hér á landi ásamt tíu öðrum motocross-ökumönnum frá Bandaríkjunum, en hópurinn hyggst aka um Ísland í eina viku.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri mun hópurinn hefja för sína um landið í dag með því að hitta hluta af þróunarteymi heilbrigðistækifyrirtækisins, en sams konar spelkur og notaðar eru til að hjálpa fólki sem hefur lent í meiðslum eru notaðar af akstursíþróttafólki til þess að fyrirbyggja meiðsli. Að sögn hefur motocross-heimurinn tekið ástfóstri við línu af slíkum spelkum frá hinu íslenska fyrirtæki.

Íslandsferð hópsins hefst á heimsókn í Össur, þar sem atvinnuökumennirnir fá afhentar CTI-spelkur sem draga stórlega úr hættu á meiðslum á borð við slit á krossbandi eða liðbandi, einum algengustu meiðslunum meðal motocross-ökumanna.