MP banki hf. er með stærstu markaðshlutdeildina í miðlun skuldabréfa í Kauphöll Íslands eða 27% á árinu 2011. Næstur í miðlun er Íslandsbanki með 23% af markaðinum. Landsbankinn er svo með 19% af markaðinum og Arion banki með 13,5%.

Önnur verðbréfafyrirtæki eru með undir 10% markaðshlutdeild en þar er Saga fjárfestingarbanki stærstur með 9% markaðshlutdeild það sem af er ári.