Viðræður eru hafnar um sölu MP banka á 27% hlut í fjármálafyrirtækinu GAM Management (Gamma). Morgunblaðið segir hugsanlega kaupendur m.a. starfsmenn og hluthafar Gamma. Þeir eiga fyrir 73% hlut í fyrirtækinu. Hlutur MP banka í Gamma var bókfærður á 178 milljónir króna í síðasta ársuppgjöri MP banka.

Morgunblaðið rifjar upp að MP banki hafi unnið að kaupum á Íslenskum verðbréfum. Þrátt fyrir að laga- og fjárhagslegar áreiðanleikakannanir liggi fyrir hafi kaupin ekki enn gengið í gegn og óvíst hvort þau geri það fyrir áramót eins og stefnt var að.

Gísli Hauksson og Agnar Tómas Möller, stofnendur Gamma, eiga sinn hvorn 26% hlutinn í félaginu á móti MP banka. Þá á Jón Sigurðsson 10% hlut, Guðmundar Björnssonar 8% og Valdimar Ármann 3%.