Heildarviðskipti með skuldabréf námu 2,602 milljörðum í fyrra. Þar af námu viðskipti með ríkisbréf 1.863 milljörðum en viðskipti með íbúðabréf 683 milljörðum. Dagleg velta var um 10,3 milljarðar á móti um 11,4 milljarða veltu á dag árið 2010. Viðskipti með skuldabréf námu um 97% af heildarviðskiptum í Kauphöllinni en velta með hlutabréf er enn í sögulega lágmarki og nam ekki nema um 69 milljörðum króna.

Eins og undanfarin þrjú ár var MP banki með mestu veltuna á skuldabréfamarkaði en hlutdeild bankans var 25,7% í fyrra. Íslandsbanki var með næstmestu veltuna eða 23,1% af heild og Landsbankinn kom síðan þriðji með 19,3%.