Mjólkursamsalan tapaði um 330 milljónum króna á síðasta ári. Móðurfélag MS, Auðhumla, var rekin með um 100 milljóna króana tapi. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Tapið er að hluta tilkomið vegna mjólkurframleiðslu umfram markaðsþarfir innanlands sem nam um 7 til 8 milljónum lítra á síðasta ári ef litið er til fituinnihalds mjólkurinnar. Tap vegna fullrar greiðslu fyrir mjólk umfram greiðslumark nam um 300 milljónum króna, og tap vegna mjólkur innan greiðslumarks var um 350 milljónir.

Hagnaður af einkaleyfum og framleiðslu erlendis, aðallega skyrsölu, var um 400 milljónir. Niðurstaðan var, eins og kom fram að ofan, um 330 milljón króna tap á rekstri MS.

Á fyrstu vikum þessa árs hefur mjólkurframleiðsla verið um það bil 9% til 11% meiri en í fyrra, en því getur stefnt í enn meiri vanda á þessu ári heldur en í fyrra.