Mugison seldi fleiri eintök af plötu sinni Haglél fyrir jólin á nýliðnu ári en Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason seldu af sínum bókum. Um 28 þúsund diskar seldust á meðan Yrsa og Arnaldur seldu um tuttugu þúsund bækur hvort.

Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins voru tekjur Mugison af hverjum seldum diski í kringum 1.550 krónur. Heildartekjur af sölunni voru því rúmlega 43 milljónir króna. Að teknu tilliti til kostnaðar fellur í hlut listamannsins um 775 krónur af hverjum diski. Það sem eftir stendur fyrir Mugison er því 21,7 milljónir króna.

Nánar er fjallað um tekjur listamannanna eftir jólavertíðina í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Annað efni í blaðinu á morgun:

  • Fjöldi fyrirtækja með varanlega undanþágu frá höftum
  • Olíshópurinn ekki að fullu mótaður- ennþá
  • Ríkið aflar tekna með sölu eigna fyrir milljarða
  • Pétur Einarsson, forstjóri Straums, í viðtali
  • FME vill ganga langt í öflun gagna að mati Stapa
  • Innherjarnir í Seðlabankanum - settar skorður
  • Dómari segir Ólafi sérstaka að einbeita sér að stjórnendum
  • Sveitastjórar berjast við að lækka skuldir
  • Meiri hætta á hvítflibbaglæpum í gjaldeyrishöftum
  • Gunnar Haugen um vinnumarkaðinn - Róbert Helgason um framtíðina
  • Óðinn um fyrirgreiðslu smáflokka, Týr um Sjálfstæðisflokkinn
  • Tilbúnir matarpakkar góður kostur í átakinu, en kostar sitt
  • veiði, matarrýni og matarpistill Hrefnu Sætran
  • Hrafn Jökulsson rýnir í fyrstu ávörp forseta lýðveldisins
  • Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaráls, kom fyrst til að vinna í fiski
  • Fullt af fólki á ferli og myndir frá skattadegi og opnun ferðavefs Já