„Það kæmi mér ekki á óvart að kostnaðurinn fari upp í á annað hundrað milljarða króna,“ segir Árni Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, sem átti sæti í framkvæmdanefnd um háskólasjúkrahús 2005-2007. Rúmlega ársgömul kostnaðaráætlun metur kostnaðinn á 83 milljarða á þávirði, eða 97 milljarða króna á núvirði.

„Ég minnist þess ekki að kostnaðarmatið hafi verið lagt fyrir nefndina með formlegum hætti eða að fram hafi farið innan hennar formleg og ítarleg umræða um fjárhagsáætlunina á þessum tíma, en ég sá þó þessa tölu í plöggum hjá nefndinni,“ segir Árni. Verkefnastjóri spítalans sendi síðdegis í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir kostnað við spítalann mun nema rúmlega 70 milljörðum króna á verðlagi febrúar 2008. Á verðlagi 1. maí sl. nemur sú upphæð 76,5 milljörðum króna.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .