Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði rúmlega 29 milljóna króna tapi á síðasta ári en hagur fyrirtækisins vænkaðist þó milli ára þar sem það var árið áður rekið með rúmlega 319 milljóna króna tapi. Í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra í ársreikningi félagsins kemur fram að nýjar þjónustutekjur tengdar nýju þróunarverkefni ásamt almennum kostnaðarsparnaði séu meginástæður fyrir breytingu í afkomu milli ára.

Tekjur námu ríflega 9,7 milljörðum króna og jukust um 17% frá fyrra ári. Framlegð fyrirtækisins nam rúmlega 9 milljörðum króna og jókst um rúmlega 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. Eignir fyrirtækisins námu tæplega 9,1 milljarði króna og jukust um nærri 1,2 milljarða milli ára. Eigið fé nam tæplega 3,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og jókst um 12% frá fyrra ári. Heildarskuldir fyrirtækisins námu 5,6 milljörðum og jukust um 17% milli ára.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði