Munnlegum málflutningi í Vafningsmálinu svokallaða lauk í dag og verður dómur kveðinn upp 28. desember næstkomandi. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik. Saksóknari hefur farið fram á dóm um fimm og hálfs árs fangelsisvist fyrir Lárus og fimm ára fangelsisvist fyrir Guðmund.

Báðir hafa sakborningar neitað sök í málinu en þeir eru sakaðir um umboðssvik með því að hafa samþykkt lánveitingu upp á 10 milljarða króna til Milestone í febrúar árið 2008.