© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Fjölmiðlasamstæðan News Corp hefur keypt kanadísku bókaútgáfuna Harlequin Enterprises. Útgáfan sérhæfir sig í bókum um ást og rómantík. Þótt Íslendingar þekki ekki nafnið þá ættu bækurnar að vera mörgum kunnar.

en Rauða sería Ásútgáfunnar koma allar frá Harlequin og er Ísland eitt þeirra 15 landa sem er með samning við útgáfuna. Undir rauðu seríunni eru ýmsar ástarsögur og annað efni, s.s. sjúkrahúsasögur, örlagasögur og sögur um ástir og afbrot.

News Corp greiðir 415 milljónir dala fyrir bókaútgáfuna en það jafngildir 46 milljörðum íslenskra króna.

Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times tengir kaup News Corp við skilnað aðaleigandans og stjórnandans Rupert Murdoch, en hann skildi við þriðju eiginkonu sína í fyrra. Nokkur aldursmunur var á skötuhjúunum. Hún var 45 ára en hann er 83 ára. Þau eiga saman tvær dætur.